Skólavegur 98 til 112, 750 Fáskrúðsfjörður
28.000.000 Kr.
Raðhús
6 herb.
168 m2
28.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
1.675.000


Raðhús-/parhús við Skólaveig á Fáskrúðsfirði - Fallegt útsýni útsýni til sjávar og sveita
8 raðhús við Skólaveg Fáskrúðsfirði. Stærð  húsa er frá  ca 162.6 fm þar af er bílskúr 26,5  fm.  og að stærð  ca 175 fm þar af er bílskúr 27,7 fm. Húsin erum með tvö baðherbergi og 3 til 6 svefnherbergi. þvottahúsi,geymslum og 2 til 3 stofum. Rúmgóðar útsýnissvalir. Húsin verða afhent fullkláruð að utan,  einangruð álklæðing og grófjöfnuð lóð,  aðrir liðir miðast við Byggingastig 4 – Fokheld bygging. Samkvæmt staðli IST 51 - 2001, möguleiki að fá afhent á öðrum byggingarstigum.   Verð frá 28 til 29.5 millj
EINSTAKLEGA FALLEG OG VÖNDUÐ STEYPT HÚS MEÐ GLÆSILEGU ÚTSÝNI  

Skólavegur 98-112
Byggingarlýsing:
Um er að ræða tvær raðhúsalengjur. Fjögur hús í hvorri lengju. Til að aðlaga raðhúsin að hallandi lóð eru þau á tveimur hæðum. Í húsum nr. 98-104 er neðri hæðinað hluta óútgrafin og aðgengi út í garð frá 2. Hæð norðan megin. Hús númer 106-112 eru á pöllum og aðgengi út í garð frá efri palli 1. Hæðar. Aðalaðkoma húsanna er frá suðurhlið.
Útveggir eru staðsteyptir, einangraðir utan með 4“ steinull í grind úr viðurkenndu efni og klæddir með liggjandi bárujárnsklæðninu og lerki.
Sökklar eru úr járnbentri steinsteypu og einangraðir með 100 mm einangrunarplasti.
Gólfplötur eru úr járnbentri steinsteypu, neðsta plata einangruð með 75mm einangrunarplasti. Ofan á plötur kemur plasteinangrun. Í hana eru lagðar lagnir fyrir gólfhitun. 6 cm ílögn er síðan lögð yfir.
Þakvirki er gert úr trésperrum 2“x9“, dekkað með 1“x6“ og klætt með aluzink plötum. Þak er einangrað í samræmi við gr. 180.3. (200mm þakull) útloftun þaks verður í samræmi við gr. 136.4. loftaklæðningar verða að minnsta kosti í flokki 2.
Gert er ráð fyrir gólfhita í húsunum.
Gluggar verða með tvöföldu og misþykku K gleri. U- gildi einstakra byggingarhluta yfirstígur ekki eftirfarandi hámarksgildi: ÞAK  0,2 ÚTVEGGUR 0,4 GLUGGAR 2.0 GÓLF 0,3 OG VEGIÐ MEÐALTAL ÚTVEGGS 0,85
Eldvarnarveggir milli íbúðanna eru steyptir með 250mm steinsteypu á neðri hæð (REI 90) og á efri hæð 150mm steinsteyptir veggir hljóðeinangraðirog klæddir 2x13mm gifsplötum beggja vegna.
Léttir innveggir eru byggðir úr 70mm málmstoðum sem klæddir verða með 2x13mm gifsplötum báðum megin. 
Hljóðvist hússins verður í samræmi við ákvæði gr. 171-177.
Inntök rafmagns og vatnsveitu eru í bílskúrum.
Blautrými eru búin gólfniðurföllum.
Plötuklæðningar aðrar en að framan er getið eru í flokki 1.
Frárennslislagnir eru plast (PP) einangraðar, vafðar plasti og settar í veggi. Sjá verður til þess að þær uppfylli hljóðvistar og brunamálakröfur.
Lofræst verður með opnanlegum gluggafögum nema í lokuðum  (LR merktum) rýmum.
Svalir  eru steyptar, handrið svala eru úr galvarinseruðu járni, að utan eru svalir klæddar með liggjandi bárujárni og að innan með standandi lerki.
Sorp er í skýlum við hvern matsluta á suðurhliðum lóða. 
Bílastæði  eru 2 framan við hvern matshluta, samtals 16 á lóð.


Skilalýsing
Húsin skilast fullbúin að utan fokheld að innan
Útveggir eru fulleinangraðir utanfrá og húsin klædd með bárujárnsklæðningu.
Glggar og hurðir eru úr tré málaðir hvítir með tvöföldu K-gleri. Bílskúrshurðar eru hvítar flekahurðir.
Að innan skilast húsin fokheld með rafmagnsinntaki.
Lóð skilast grófjöfnuð.
Milliveggir milli íbúða er steyptir en ekki klæddir skv byggingarlýsingu.
Gólfhitalagnir eru ekki komnar.

Allar teikningar, verð  og upplýsingar hjá Domus s: 440-6016./ 897-6060 eða email [email protected] 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.