Búðareyri 6, 730 Reyðarfjörður
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
34 herb.
991 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
72
Baðherbergi
0
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1999
Brunabótamat
462.900.000
Fasteignamat
117.730.000

HÓTEL OG VEITINGARHÚS Á AUSTURLANDI 72 HERBERGI 
  -Heildar gistimagn fyrir um 130 manns - veitingar í sæt samtals 110. Skemmtistaður fyri 150 manns.
Búðareyri 6 Hótel og veitingarhús, Búðargata 2 Mótelbygging, Búðargata 4 ,Veitingarhús og gistiheimili. Búðargata  6   Salur og bar.
Búðareyri 6 Hótel og veitingarhús
Einstaklega vel staðsett 32 herbergja hótel og veitingarhús miðsvæðis á Reyðarfirði. 28 herbergi eru tveggja manna  og 4 eins manns herbergi öll með baði og snyrtingu. Á hótelinu er vel útbúið eldhús og matsalur sem rúmar um 70 manns í sæti. Aðgangur gesta er að heitum potti og innfrauðu sauna.
EIGNIR SELJAST SEM EIN HEILD

Búðargata 2 Mótelbygging

Nýlegt Mótelbygging miðsvæðis á Reyðarfirði Byggt 2013. Einstaklega vönduð 20 tveggja manna herbergi og 2 þriggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi og snyrtingu sér inngangi.

Búðargata 4     Veitingarhús og gistiheimili.

Veitingarhúsið er sérlega skemmtilegt í gömlu tignarlegu norsku húsi skráð byggt 1870 sem hefur verið töluvert endurnýjað. Veitingarsalurinn er fyrir ca 50 manns. Gistiheimilið er með 18 herbergjum með sameiginlegum baðherbergjum, nema eitt herbergi sem er með sér baðherbergi.
 
Búðargata  6    Salur og bar.

Salur og bar miðsvæðis á Reyðarfirði. Húsið er byggt 1912. Húsið er á 2 hæðum, neðri hæð er bar og opin salur með parketi á gólfum, eldhús og bar. Sólpallur með skjólgirðingu. Efri hæð er stórt opið rými fyrir ca 80 manns í sæti sem er ekki í notkun í dag.
Einungis er verið að selja fasteignir og fylgifé sem er til staðar fyrir hótel og veitingarrekstur,, ekki er verið að selja rekstur eða rekstrarfélag. Eignir seljast sem ein heild.
Kaupendur gera sér grein fyrir að ástand hinna seldu húsa er ekki gott og margt sem er komið á tíma, sem og mikið viðhald sem bíður nýrra eiganda. Kaupendur hafa skoða eignirnar með aðstoð byggingafróðra aðila og gera sér grein fyrir því.
Í ljósi þessa ákvæðis á söluyfirliti þessu sem er undirritað af kaupendum og seljendum gera aðilar sér grein fyrir því að ekki er hægt að koma með gallakröfu vegan ástands eftir afhendingu nema um hafi verið að ræða saknæma háttsemi að hendi seljanda.
Áhv lán , fasteignamat og brunabótamat eru ekki nákvæm í söluyfirliti og þarfnast uppfæringar.


Allar nánari upplýsingar veitir Ævar Dungal  löggiltur fasteignasali í síma 897-6060 eða sendið tölvupóst á netfangið [email protected] 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus AVES fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.64.480.-m.vsk.
ALLAR UPPLÝSINGAR GEFUR ÆVAR DUNGAL [email protected] eða s:  8976060

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.