Melgerði 13, 730 Reyðarfjörður
38.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
81 m2
38.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2005
Brunabótamat
41.800.000
Fasteignamat
23.000.000

DOMUS Aves kynnir 3ja herbergja  íbúð á 5 hæð í lyftuhúsi að Melgerði 13 á Reyðarfirði, íbúð fyrir heldri borgara.
Glæsileg, nútímalega hönnuð 3ja herbergja íbúðir með vönduðum innréttingum. Húsið er staðsett örstutt frá þjónustukjarna Reyðarfjarðar. Þaðan er stutt í verslun, banka, heilsugæslu, skóla, íþróttahús ofl. Íbúðin er björt með einstaklega fallegt útsýni.
Frágangur íbúða:
Íbúðin er með eikarparketi á gólfum.Flísar á baði. Yfirbyggðar útsýnissvalir.
Eldhús;
Vandaðar innréttingar. Tæki eru  að vandaðri gerð, keramikhelluborð fellt í borðplötu og ofn í góðri vinnuhæð, uppþvottavél fylgir.
Bað:
Innrétting með áfeldum vaski, hvítar hurðir, upphengt salerni. sturta með hitastýrðu blöndunartæki ásamt sturtusetti og hengi. Gólf er flísalagt með stömum flísum, veggir í sturtu flísalagðir. handklæðaofn,  tengi fyrir þvottavél.
Þvottahús er sameiginlegt í kjallara
Fataskápar og innihurðir:
Fataskápar eru forstofu og herbergjum, spónlagðir með eik. Innihurðir eru yfirfeldar spónlagðar með ovinplan-eik. Engir þröskuldar eru í hurðaropum og eru allar hurðir 90cm breiðar.
Sameign:
Lyfta er í húsinu. Anddyri, forstofa, lyftuhús í kjallara og á fyrstu hæð eru flísalögð, gólf á lyftugöngum og stigagöngum teppalögð. Póstkassar í anddyri. Þar er einnig að finna dyrasíma sem tengjast viðkomandi íbúðum. Öllum íbúðum fylgir sérgeymsla í kjallara og hlutdeild í vagna og hjólageymslu sem og þvottahúsi. Öllum íbúðum fylgir einnig eignarhlutdeild í tveimur fullbúnum gistiherbergjum sem staðsett eru í kjallara-/jarðhæð.. Fjórar minigolfbrautir fylgja í sameign. Í húsinu er einnig fullkomið þjónusturími ( salur ) með eldhúsi og aðstöðu þar sem fólk getur komið saman og gert sér glaðan dag.
Frágangur lóðar: Bílastæði eru malbikuð með afmörkuðum línum. Stéttar (gangstígar) eru hellulagðar.

Allar nánari upplýsingar hjá Domus Aves fasteignasölu 897-6060 [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.