Reisulegt einbýlishús - stærð 243,10 m2 þar af er 35,7 m2 bílskúr að Botnahlíð Seyðisfirði - Útsýni
Einbýlishús með innbyggðum bílskúr á Seyðisfirði. Gengið er inn á neðri hæð.: Komið er inn í forstofu með flísum, fatahengi. Stæort innra hol. Snyrting með flísum, sturta. Innra hol með parketi. Tvö svefnherbergi með filtteppi, fataskápur. Geymsla með máluðu gólfi ( mögulegt sauna). Bílskúr með hita, vatni og rafmagni, eftir er að flota gólf og pússa veggi. Steyptur stigi með teppi upp á aðra hæð. Þvottahús með máluðu gólfi, skápar, vaskur í innréttingu, gengt er út í garð. Sjónvarpsherbergi(herbergi) með parketi. Stofa og borðstofa með parketti, gengt er út á tveimur stöðum, annars vegar út á svalir og hins vegar út sólpall. Eldhús með korkflísum, ágæt innrétting, halogen helluborð, vifta, innbyggð uppþvottavél, ofn í vinnuhæð, vaskur við útsýnisglugga, borðkrókur. Svefnherbergisgangur með parketi. Tvö svefnherbergi með parketi og fataskápum. Herbergi með dúk. Baðherbergi með flísum á gólfi, dúkur á veggjum, tveir vaskar í innréttingu, baðkar með sturtuaðstöðu, sturtuklefi, gluggi. Garður í rækt.
Reisulegt einbýlishús á einstaklega fallegum útsýnisstað. Til afhendingar fljótlega.