Um okkur

Aves er metnaðarfull fasteignasala sem leggur áherslu á umhyggju fyrir hag bæði kaupanda og seljanda, nákvæmni í öllum vinnubrögðum og framsækni í framsetningu og kynningu á eignum sem okkur hefur verið falin umsjón með.

Í nútíma fasteignaviðskiptum eru gerðar meiri kröfur til fagmennsku og vandaðra vinnubragða. Við hjá Aves göngum lengra í þjónustu við þig, sem skilar sér í traustum viðskiptum og ánægðari viðskiptavinum.

Eitt af meginmarkmiðum okkar er að gera líf viðskiptavina okkar auðveldara í því mikilvæga ferli að selja og kaupa fasteign. Við vitum að fólk er tiltölulega óöruggt þegar það stundar fasteignaviðskipti og er það engin furða þar sem flestir stunda slík viðskipti með margra ára millibili. Það er rétt að fasteignaviðskipti eru um margt flókin en við erum sérfræðingarnir og viljum að ferilinn verði viðskiptavinum okkar eins þægilegur og auðveldur og kostur er

Starfsmenn

Ævar Dungal
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR